3.8.2018

Starfsmanna og launaviðtal

 Í flestum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði er kveðið á um að starfsmenn eigi rétt á starfsmannaviðtölum einu sinni á ári. Í grein 1.1.3 í almennum kjarasamningi VM við SA segir í þessari grein „Starfsmaður á rétt á viðtali við yfirmann einu sinni á ári um störf sín, þ.m.t. frammistöðu og markmið og hugsanlegar breytingar á starfskjörum. Óski starfsmaður eftir viðtali skal það veitt innan tveggja mánaða og liggi niðurstaða þess fyrir innan mánaðar. „

 Í síðustu kjarakönnun VM fyrir árið 2017 var spurt um hvort félagsmenn VM hafi farið í launaviðtal á árinu 2017.  

29,1% sem svöruðu kjarakönnun VM 2017 höfðu farið í launaviðtal. Af þeim sem fóru í launaviðtal á árinu 2017 hækkuðu 67,7% félagsmanna í launum.

Þessar tölur sýna okkur að það ber árangur að fara í starfsmanna og launaviðtöl. Við hvetjum því félagsmenn VM til þess að nýta sér rétt sinn til þess að fara í starfsmannaviðtal á hverju ári.

Nánar er hægt að kynna sér launakönnun VM 2017 hér.