22.8.2018

Hefur þú áhuga á að fara á ASÍ þing?

43. þing Alþýðusambands Íslands verður haldið dagana 24. - 26. október nk. á Hótel Nordica, Reykjavík. Þingið hefst 24. október kl. 10 og því lýkur síðdegis 26. október.
Í samræmi við ákvörðun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands frá 21. mars sl. verður yfirskrift 43. þings ASÍ: „Sterkari saman“ og viðfangsefnið í hnotskurn: Hvert er erindi Alþýðusambandsins og verkalýðshreyfingarinnar?

VM hvetur þá félagsmenn sem hafa áhuga á að mæta á þingið og þá sérstaklega þá félagsmenn sem eru í stjórn, trúnaðarmenn eða sinna öðrum trúnaðarstörfum fyrir VM að skrá sig á þingið. Hægt er að hafa samband við Guðna Gunnarsson starfsmanns kjara- og menntasviðs VM til þess að skrá sig á þingið á netfangið gudnig@vm.is.

ASÍ hefur opnað sérstaka síðu um þingið, Þar sem dagskrá, gögn og aðrar upplýsingar koma fram. Ýttu hér til þess að kynna þér meira um þingið.

Einnig vill VM benda á undirbúningsfund fyrir þingið sem fer fram þann 10. september á Fosshóteli Reykjavík á milli 18:00-20:00.

Megin tilgangur fundanna er að auðvelda þátttakendum að tjá sig um það sem á þeim brennur, kynna þeim viðfangsefnin og gera þeim kleift að koma með ábendingar og tillögur að áherslum og aðgerðum af hálfu Alþýðusambandsins og aðildarfélaganna. Notast verður við fundarform sem byggir á sem mestri virkni fundarmanna.