1.8.2018

Golfmót VM

Golfmót VM verður haldið á Hlíðavelli í Mosfellsbæ þann 10 ágúst 2018.

Fjöldi veglegra vinninga eru á mótinu fyrir efstu þrjú sætin með og án forgjafar, nándarverðlaun á 3, 7, 15 og 18 braut auk þess sem veitt eru verðlaun fyrir lengstu upphafshögg á 5 og 13 braut.

Meðal vinninga eru 8 gjafakort hvert að upphæð 10.000 kr. Einnig verða fjölmargir auka vinningar þar sem dregið verður úr skorkortum.

Aðal vinningurinn fyrir þann sem vinnur golfmótið er þó montréttur innan félagsins og farandbikar VM sem Valdís fulltrúi sjúkrasjóðs og aðalbókari ætlar sér að vinna í ár.

Ræst verður út frá klukkan 12:00 til 14:00 og er þátttökugjald 4.900 kr. Skráningu lýkur þann 7. ágúst en aðeins eru 15 sæti laus í mótið.

Skráning í síma 575-9800 eða á VM@VM.is