8.8.2018

Golfmót á Akureyri

Það er ekki bara spilað golf sunnan heiða því iðnfélögin standa að sameiginlegu golfmóti á Jaðarsvelli Akureyri laugardaginn 1. september 2018.

Mæting er klukkan 12:00 og er súpa og brauð fyrir keppendur en ræst er út klukkan 13:00. Skráning fer fram hjá Steindóri Ragnarssyni hjá GA á tölvupóstnetfanginu steindor@gagolf.is. 

Mótsgjald er 5.000 kr, allar nánari upplýsingar um mótið koma fram hér.

VM hvetur félagsmenn norðan heiða til þess að skrá sig í mótið. Það væri ekki amalegt ef félagsmaður VM hefði montrétt iðnmanna í heilt ár. 

Við viljum líka segja frá því að enn eru örfá sæti laus í mótið í Mosfellsbæ á föstudaginn. Ef einhver hefur gleymt að skrá sig þá er um að gera að taka upp tólið og skrá sig í síma 575-9800 eða senda tölvupóst á vm@vm.is.