Fréttir 08 2018

frostReykjavík3.png

föstudagur, 31. ágúst 2018

Vinnustaðarheimsókn í Frost

Í dag föstudaginn 31 ágúst fór formaður VM í vinnustaðarheimsókn í Frost Garðabæ. Tilgangur fundarins er að kynna starfsemi félagsins og að hlusta eftir hvaða kröfur félagsmenn vilja leggja áherslu á í komandi kjarasamningum.

Illugastaðadagur-bod.jpg

miðvikudagur, 29. ágúst 2018

Illugastaðadagur - þér er boðið

Illugastaðadagur verður sunnudaginn 9. september milli kl. 13 og 17. Allir eru velkomnir í Orlofsbyggðina á Illugastöðum í Fnjóskadal. Til sýnis verða nokkur hús, það verður ókeypis í sund, boðið verður upp á kaffi og kleinur og grillaðar pylsur.

ASI-Logo.jpg

mánudagur, 27. ágúst 2018

Þing ASÍ-UNG

þing ASÍ-UNG verður haldið föstudaginn 14. september nk. á Icelandair Hotel Reykjavik Natura. Þingið hefst klukkan 10 og gert ráð fyrir því að þingslit verði klukkan 16 og við taki óformleg dagskrá sem ljúki með kvöldverði.

ASÍ - logo

miðvikudagur, 22. ágúst 2018

Hefur þú áhuga á að fara á ASÍ þing?

43. þing Alþýðusambands Íslands verður haldið dagana 24. - 26. október nk. á Hótel Nordica, Reykjavík. Þingið hefst 24. október kl. 10 og því lýkur síðdegis 26. október.Í samræmi við ákvörðun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands frá 21. mars sl.

Logo VM

mánudagur, 20. ágúst 2018

Kulnun í starfi

Að undanförnu hefur mikið verið rætt um kulnun í starfi. Samkvæmt heimasíðu Virk starfsendurhæfingjasjóðs er kulnun alvarlegt langtíma neikvætt ástand hjá einstaklingi sem er tilkomið vegna viðvarandi streitu tengdri vinnu og samanstendur af tilfinningalegri örmögnun, mikilli líkamlegri þreytu og vitsmunalegri stignun.

Logo VM

þriðjudagur, 14. ágúst 2018

Tímabundnir ráðningarsamningar á sjó

Í laugardagsblaði Fréttablaðsins var frétt um um skammtímaráðningar sjómanna. Það er ljóst að endurteknar skammtímaráðningar sjómanna rýra réttindi þeirra til dæmis til veikindalauna og uppsagnarfrests.

Golf-2018_07.JPG

mánudagur, 13. ágúst 2018

Golfmót VM 2018 úrslit

Hið árlega golfmót VM var haldið föstudaginn 10.ágúst á Hlíðavelli, Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Mjög fín þátttaka var á mótinu, keppt var í höggleik og punktakeppni. Sigurvegari VM mótsins var Sigurður Óli Guðnason og hlaut hann að launum hinn eftirsótta farandbikar VM.

golfakureyri.png

miðvikudagur, 8. ágúst 2018

Golfmót á Akureyri

Það er ekki bara spilað golf sunnan heiða því iðnfélögin standa að sameiginlegu golfmóti á Jaðarsvelli Akureyri laugardaginn 1. september 2018. Mæting er klukkan 12:00 og er súpa og brauð fyrir keppendur en ræst er út klukkan 13:00. Skráning fer fram hjá Steindóri Ragnarssyni hjá GA á tölvupóstnetfanginu steindor@gagolf.

vinnutími3.png

þriðjudagur, 7. ágúst 2018

Vinnutími félagsmanna VM

 Á síðustu vikum hafa starfsmenn VM farið vítt og breytt í heimsóknir á vinnustaði og hafa oft myndast góðar umræður um hvað leggja eigi áherslu á í komandi kjarasamningum. Mjög margir hafa lagt áherslu á það að félagsmenn VM eigi að geta lifað af dagvinnulaunum sínum.

launaviðtalmynd2.JPG

föstudagur, 3. ágúst 2018

Starfsmanna og launaviðtal

 Í flestum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði er kveðið á um að starfsmenn eigi rétt á starfsmannaviðtölum einu sinni á ári. Í grein 1.1.3 í almennum kjarasamningi VM við SA segir í þessari grein „Starfsmaður á rétt á viðtali við yfirmann einu sinni á ári um störf sín, þ.