26.7.2018

VM skrifar undir Kjarasamning

Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Félag skipstjórnarmanna skrifuðu undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna starfa skipstjórnarmanna og vélstjóra á skipum og bátum í ferðaþjónustu þann 21 júní 2018.

Samningurinn tók gildi þann 1. Júlí 2018, Það er trú félaganna að þessi samningur sé mikil réttindabót fyrir félagsmenn sem starfa í kringum ferðaþjónustu á sjó þar sem ekki hefur verið til kjarasamningur um þessi störf áður.

Félögin vilja því árétta það að kjarasamningur er aðeins samningur um lágmarks réttindi og kjör, þeir félagsmenn sem hafa betri réttindi og kjör halda þeim nema að þeim sé sagt upp og eiga þeir félagsmenn þá þriggja mánaða uppsagnarfrest í flestum tilfellum.

Hægt er að skoða samninginn hér og launatöfluna hér.