30.7.2018

Vinnustaðafundur í Kapp

Mánudaginn 30. Júlí var VM með vinnustaðafund hjá fyrirtækinu Kapp í Garðabæ en fjölmargir félagsmenn VM starfa þar.

Guðmundur Helgi formaður VM kynnti starfsemi félagsins og kallaði eftir umræðum um hverjar kröfur félagsins ættu að vera í næstu kjarasamningum.

Góðar umræður sköpuðust bæði um starfsemi félagsins og hvar áherslur VM eiga að liggja í komandi samningaviðræðum.

Það er mjög mikilvægt fyrir formann og starfsmenn félagsins að heyra í félagsmönnum á fundi sem þessum, til þess að þeir sem starfa fyrir félagsmenn viti hvert eigi að stefna og á hvaða hluti eigi að leggja áherslu á þegar sest verður við samningaborðið.

Vel var tekið á móti okkur hjá Kapp. Félagið stefnir á að halda fleiri vinnustaðafundi á næstunni til þess að heyra rödd félagsmanna sem víðast.