3.7.2018

Ferð eldri félaga VM 2018

Ferð eldri félaga VM var farin þann 28. Júní. Farin var dagsferð um Þingvöll, Kaldadal og Reykholt í Borgarfirði. Lagt var af stað frá stórhöfða um klukkan níu um morguninn og þaðan ekið með um 60 manns á tveimur rútum sem leið lá til Þingvalla þar sem gengið var niður Almannagjá og Lögberg. Veðrið lofaði ekki góðu þegar lagt var af stað úr Reykjavík en batnaði mikið þegar komið var á Þingvöll.

Eftir viðkomu í þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum var ekið um Kaldadal í Borgarfjörð, stoppað við Hraunfossa þar sem snæddur var hádegisverður. Eftir máltíðina var svo haldið í Reykholt þar sem séra Geir Waage sóknarprestur í Reykholti sagði frá sögu staðarins. Að lokinni heimsókn var síðan haldið til Reykjavíkur með viðkomu hjá Deildartunguhver. Eftir velheppnaða og skemmtilega ferð var svo komið á Stórhöfðann um hálf sjö.

Mikil ánægja var á meðal eldri félagsmanna með ferðina og að sjálfsögðu er byrjað að leggja drög að nýrri ferð að ári.

  • IMG_2553.jpg
  • IMG_2561.jpg
  • IMG_2566.jpg
  • IMG_2568.jpg
  • IMG_2574.jpg
  • IMG_2577.jpg