28.6.2018

Kynningarfundur nýs kjarasamnings

VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Félag skipstjórnarmanna stóðu að sameiginlegum kynningarfundi vegna nýs kjarasamning skipstjórnarmanna og vélstjóra á bátum fyrirtækja í ferðaþjónustu í gær, miðvikudaginn 27. júní 2018, en skrifað var undir samning við samtök atvinnulífsins vegna þessara starfa fimmtudaginn 21. júní 2018.
Fín mæting var á fundinn og urðu miklar umræður um samninginn. Flestir voru sammála um að stórt skref hafi verið stigið með því að fá loksins kjarasamning um þessi störf. Starfsmenn félaganna sem komu að gerð samningsins og formenn félaganna voru spurðir spjörunum úr um innihald samningsins. Það er ávallt gott að eiga uppbyggilegt samtal við félagsmenn og ekki er hægt að segja annað en að fundurinn í gær hafi verið upplýsandi fyrir alla aðila.