18.6.2018

Aðstæður um borð ekki leng­ur boðleg­ar

Stjórn­völd Íslands hafa van­rækt skyldu sína til að sjá til þess að haf­rann­sókn­ir við landið séu ætíð í fremstu röð. Kaupa verður skip í stað haf­rann­sókna­skips­ins Bjarna Sæ­munds­son­ar og huga þarf strax að skipi til að taka við af Árna Friðriks­syni.

Þetta seg­ir í álykt­un Sjó­manna­sam­bands Íslands, Fé­lags skip­stjórn­ar­manna, Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna og Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Skora þessi sam­tök á stjórn­völd að gera hið fyrsta brag­ar­bót á flota Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Bent er á að líf­ríki sjáv­ar og ástand fiski­stofna skipti okk­ur Íslend­inga meira máli en flest­ar aðrar þjóðir.

Sjá nánar frétt á mbl.is hér