Fréttir 06 2018

hvalur 2.JPG

fimmtudagur, 28. júní 2018

Kynningarfundur nýs kjarasamnings

VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Félag skipstjórnarmanna stóðu að sameiginlegum kynningarfundi vegna nýs kjarasamning skipstjórnarmanna og vélstjóra á bátum fyrirtækja í ferðaþjónustu í gær, miðvikudaginn 27. júní 2018, en skrifað var undir samning við samtök atvinnulífsins vegna þessara starfa fimmtudaginn 21. júní 2018.Fín mæting var á fundinn og urðu miklar umræður um samninginn.

Gudmhelgi_&_Gudni.JPG

fimmtudagur, 21. júní 2018

Vinnustaðafundir VM í Héðni og Samskip

Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM og Guðni Gunnarsson starfsmaður kjara- og menntasviðs VM fóru í heimsókn í Héðinn þriðjudaginn 19. júní og Samskip miðvikudaginn 20. júní Fundurinn var haldinn til að kynna nýjan formann VM og heyra hljóðið í félagsmönnum fyrir komandi kjaraviðræður.

Bjarni-Saemundsson-RE-30.jpg

mánudagur, 18. júní 2018

Aðstæður um borð ekki leng­ur boðleg­ar

Stjórn­völd Íslands hafa van­rækt skyldu sína til að sjá til þess að haf­rann­sókn­ir við landið séu ætíð í fremstu röð. Kaupa verður skip í stað haf­rann­sókna­skips­ins Bjarna Sæ­munds­son­ar og huga þarf strax að skipi til að taka við af Árna Friðriks­syni.

Gudmhelgi_&_Gudni.JPG

föstudagur, 15. júní 2018

Vinnustaðafundir VM hjá Stálsmiðjunni og Framtak

Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM og Guðni Gunnarsson starfsmaður kjara- og menntasviðs VM fóru í heimsókn í Stálsmiðjuna  fimmtudaginn 14. júní og Framtaks föstudaginn 15. júní Fundurinn var haldinn til að kynna nýjan formann VM og heyra hljóðið í félagsmönnum fyrir komandi kjaraviðræður.

Gudmhelgi_&_Gudni.JPG

föstudagur, 15. júní 2018

Vinnustaðafundir VM hjá Framtak Blossa og Ölgerðinni

Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM og Guðni Gunnarsson starfsmaður kjara- og menntasviðs VM fóru í heimsókn til Framtaks Blossa og Ölgerðarinnar föstudaginn 8. júní Fundurinn var haldinn til að kynna nýjan formann VM og heyra hljóðið í félagsmönnum fyrir komandi kjaraviðræður.

Trausti-og-Helgi-Már.jpg

miðvikudagur, 6. júní 2018

Heiðranir sjómanna 2018

Eins og undanfarin ár voru sjómenn heiðraðir víðsvegar um landið á sjómannadaginn fyrir störf sín á sjó. Helgi Sigurjónsson fékk neistann, viðurkenningu VM og Tryggingamiðstöðvarinnar fyrir fyrirmyndar yfirvélstjórastörf.

Logo VM með texta

mánudagur, 4. júní 2018

Ný íbúð sjúkrasjóðs VM á Akureyri

Sjúkrasjóður VM hefur nú keypt aðra íbúð og er hún staðsett á Akureyri. Sjúkrasjóður VM á núna tvær íbúðir. Önnur íbúðin er í Mánatúni í Reykjavík og hin íbúðin er í Furulundi á Akureyri. Íbúðir Sjúkrasjóðs skulu ávallt hafa forgang til útleigu fyrir félagsmenn sem þurfa afnot af henni vegna veikinda eða slysa hans eða nánustu fjölskyldu.