Fréttir 05 2018

Samninganefnd Almenna samnings.jpg

fimmtudagur, 31. maí 2018

Samninganefnd VM við SA kölluð saman

Samninganefnd VM við SA var kölluð saman miðvikudaginn 30 maí til skrafs og ráðagerða en eins og flestir vita þá rennur kjarasamningur VM við SA út þann 31. desember 2018. Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM stjórnaði umræðum á fundinum en ljóst var að mikill hugur er í samninganefnd félagsins fyrir komandi kjarasamningagerð.

Gudmhelgi_&_Gudni.JPG

þriðjudagur, 29. maí 2018

Vinnustaðafundur VM á vélaverkstæði Eimskips

Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM og Guðni Gunnarsson starfsmaður kjara- og menntasviðs VM fóru í heimsókn á vélaverkstæði Eimskips miðvikudaginn 23. maí s.l. Fundurinn var haldinn til að kynna nýjan formann VM og heyra hljóðið í félagsmönnum fyrir komandi kjaraviðræður.

Gudmhelgi_og_Benony-2.JPG

miðvikudagur, 23. maí 2018

Heimsókn VM á Vestfirði

Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM og Benóný Harðarson starfsmaður kjara- og menntasviðs VM fóru í heimsókn á Vestfirði þriðjudaginn 22 maí. Tilgangur ferðarinnar var að hitta félagsmenn VM á svæðinu, kynna starfsemi félagsins og taka stöðuna á kjaramálum félagsmann VM sem starfa á svæðinu.

IMG_2213.jpg

mánudagur, 14. maí 2018

Útskriftarnemar Véltækniskólans

Útskriftarnemar Véltækniskólans komu í heimsókn til félagsins í síðustu viku. Þau fengu kynningu á félaginu og þeirra réttindum í starfsgreininni.

gull merki-2-web.jpg

mánudagur, 7. maí 2018

Gullmerki VM 2018

Á aðalfundi VM var þremur félagsmönnum veitt gullmerki félagasins fyrir störf sín fyrir félagið. Jón Jóhannsson Jón Jóhannsson er fæddur 1953 í Tálknafirði. Hann stundaði nám í vélvirkjun hjá Slippstöðinni Akureyri tímabilið 1975 til 1978 og útskrifaðist úr Vélskóla Íslands árið 1980. Jón lauk svo sveinsprófi árið 1985. Jón starfaði sem yfirvélstjóri á Harðbak tímabilið 1980 til 1986 og sem vélstjóri á Mánabergi tímabilið 1987 til 1996. Jón hóf svo störf hjá Kælismiðjunni Frost í apríl árið 1997. Jón byrjaði í félagsmálum sem gjaldkeri og síðan formaður Iðnnemafélags Akureyrar.