8.3.2018

Laun félagsmanna VM sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum hækka

Með rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá október 2015 var samið um launaþróunartryggingu fyrir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ sem starfa ríki og sveitarfélögum. Markmið samkomulagsins er að launaþróun opinberra starfsmanna verði ekki lakari en þróunin á almennum vinnumarkaði.
Þann 15. desember 2017 var launaþróun á vinnumarkaði mæld og varð samkomulag um að laun félagsmanna VM sem starfa hjá ríkinu hækkuðu um 1,8% frá 1. janúar 2017 og kom sú hækkun til greiðslu 1. mars 2018.
Þann 1. mars 2018 var launaþróun á vinnumarkaði aftur mæld og varð samkomulag um að laun félagsmanna VM sem starfa hjá ríkinu hækka um 0,5% frá 1. janúar 2018 og að laun félagsmanna VM sem starfa hjá sveitarfélögum hækka 1,4% frá 1. janúar 2018.