31.1.2018

Vinnustaðafundir

Sem liður í undirbúningi fyrir afstöðu VM til uppsagnar á kjarasamning á almennum markaði hefur Guðmundur Ragnarsson formaður VM áhuga á að heimsækja vinnustaði og að heyra hljóðið í félagsmönnum VM.

Hvenær myndu slíkir fundir henta á ykkar vinnustað á tímabilinu 12. – 23. febrúar?

Ákveða þarf tíma þegar sem flestir starfsmenn eru á staðnum.

Þeir sem hafa áhuga á að fá formann VM í heimsókn hafið endilega samband við Guðna Gunnarsson á netfangið gudnig@vm.is