Fréttir 01 2018

Logo VM með texta

miðvikudagur, 31. janúar 2018

Vinnustaðafundir

Sem liður í undirbúningi fyrir afstöðu VM til uppsagnar á kjarasamning á almennum markaði hefur Guðmundur Ragnarsson formaður VM áhuga á að heimsækja vinnustaði og að heyra hljóðið í félagsmönnum VM. Hvenær myndu slíkir fundir henta á ykkar vinnustað á tímabilinu 12. – 23. febrúar? Ákveða þarf tíma þegar sem flestir starfsmenn eru á staðnum.

Logo VM með texta

þriðjudagur, 23. janúar 2018

Launamiðar fyrir árið 2017

Launamiðar fyrir árið 2017 eru aðgengilegir á félagavef. Upplýsingarnar eru einnig forskráðar á framtal félagsmanna.

prosenta.png

fimmtudagur, 4. janúar 2018

1,7% atvinnuleysi í nóvember

1,7% atvinnuleysi í nóvemberSamkvæmt nýbirtum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar mældist 1,7% atvinnuleysi í nóvember mánuði eða 2,5% sé leiðrétt fyrir árstíðarsveiflu. Alls voru því um 3400 virkir í atvinnuleit eða um 1200 færri en á sama tíma árið 2016. Til samanburðar var atvinnuleysi 2,1% samkvæmt skráningu Vinnumálastofnunar þar sem atvinnuleitendum fjölgaði um 143 milli ára.