Fréttir 2018
föstudagur, 28. desember 2018
Nú þegar hafa verið haldnir þrír fundir með vélstjórum á sjó í kringum jól og áramót. Fyrsti fundurinn var haldinn á Höfn Hornafirði laugardaginn 15. desember s.l. á Pakkhúsinu. Svipuð mæting var á þann fund eins og síðast liðin ár fínar umræður voru á fundinum.
föstudagur, 21. desember 2018
Stjórn og starfsfólk VM óskar félagsmönnum sínum sem og öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Einnig vill stjórn og starfsmenn félagsins þakka félagsmönnum fyrir frábært samstarf á árinu sem nú er senn á enda.
miðvikudagur, 19. desember 2018
Á félagsfundum í kringum jól og áramót er hefð fyrir því að ræða málefni vélstjóra á sjó.
Desember 2018
Reykjavík - fimmtud. 27. des.Fundarstaður: VM – Stórhöfða 25. Reykjavíkkl. 13:00 Vélastjórar kaupskipum/hvalaskoðunkl.
föstudagur, 14. desember 2018
Á 100. fundi siglingaöryggisnefndar IMO staðfesti nefndin formlega að Ísland uppfylli áfram í einu og öllu ákvæði STCW-samþykktarinnar um menntun, þjálfun, skírteini og vaktstöðu farmanna og hafi innleitt nauðsynlegar breytingar á henni (svokallaðar Manilla-breytingarnar).
miðvikudagur, 12. desember 2018
Dagbækur VM fyrir árið 2019 eru komnar. Félagsmenn geta komið við á skrifstofu félagsins og fengið eintak eða haft sambandi við skrifstofu félagsins og fengið bókina senda heim.
föstudagur, 7. desember 2018
Nú er Íslandsmóti í málmsuðu lokið. Alls tóku 22 suðumenn þátt í keppninni að þessu sinni. Hér að neðan eru úrslit úr samanlögðum greinum og hverri grein fyrir sig.
Samanlagt Íslandsmeistari í málmsuðu:1. sæti Jóhann Helgason, VHE2. sæti Arnar F.
mánudagur, 3. desember 2018
Ægir tímarit um sjávarútvegsmál kom út í síðustu viku. Í tímaritinu var viðtal við Guðmund Helga Þórarinsson formann VM.
Í viðtalinu fer Guðmundur Helgi yfir skoðanir sínar á kjaramálum, t.d að sjómenn þurfi að standa betur saman, að lægstu taxtar séu þjóðarskömm og að stjórnvöld þurfi að gera betur t.
föstudagur, 30. nóvember 2018
Fréttatilkynning
Fulltrúar iðnaðarmannafélaganna, VM, RSÍ, MATVÍS, GRAFÍU, Samiðn og Félags hársnyrtisveina, hittu fulltrúa Samtaka atvinnulífsins þar sem kröfur voru lagðar fram vegna yfirstandandi viðræðna um endurnýjun kjarasamninga sem renna úr gildi þann 31. desember næstkomandi.
miðvikudagur, 28. nóvember 2018
Nýverið kom upp deila á milli stéttarfélaganna RSÍ, VM, FIT, Hlíf og VR annarsvegar og ISAL hinsvegar um kjör aðaltrúnaðarmanns þar sem fyrirtækið ætlaði sér ekki að greiða aðaltrúnaðarmanni ISAL rétt laun samkvæmt kjarasamningi.
miðvikudagur, 21. nóvember 2018
Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.