28.11.2017

Desemberuppbót

Nú styttist í síðasta mánuð ársins og í desembermánuði skal greiða út desemberuppbót. Uppbótin á almennum vinnumarkaði er kr. 86.000 og er óheimilt að greiða lægri upphæð. Desemberuppbótina skal ekki greiða seinna út en þann 15. desember en lang algengast er að uppbótin sé greidd út samhliða greiðslu launa fyrir nóvembermánuð.

Desemberuppbót í öðrum samningum VM má sjá hér