13.9.2017

Uppstillingarnefnd VM

Uppstillingarnefnd VM hefur kallað eftir tillögum og tilnefningum frá félagsmönnum vegna framboða til: formanns VM tímabilið 2018-2022 og stjórnar og varastjórnar VM tímabilið 2018 til 2020.

Uppstillingarnefnd ber að kappkosta og taka tillit til starfsgreina og landssvæða þannig að stjórn félagsins endurspegli breidd félagsins.

Nokkrar tillögur og tilnefningar hafa komið frá félagsmönnum en það vantar tilnefningar frá norður og vesturlandi. Uppstillingarnefnd kallar því sérstaklega eftir tilnefningum frá þessum svæðum.

Athugið að þeir einir eru kjörgengir sem hafa greitt félagsgjald síðustu 6 mánuði.

Uppstillingarnefnd VM