12.5.2017

Hefur þú áhuga á að starfa í nefndum á vegum VM

Hefur þú áhuga á að starfa í nefndum á vegum VM. Þær nefndir sem skipa á í eru Lífeyrisnefnd VM og Fagnefnd sjómanna. Nánari upplýsingar um nefndirnar eru hér að neðan.
Áhugasamir vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið gudnig@vm.is með nafni, kennitölu og símanúmeri.
Umsóknarfrestur er til 30. maí 2017.

Lífeyrisnefnd

Lífeyrissjóðanefnd VM er fastanefnd sem starfar allt árið. Stjórn VM skipar a.m.k. sjö fulltrúa í nefndina á fyrsta fundi í janúar ár hvert. Við skipan fulltrúa í nefndina skal gæta þess að þar sitji einstaklingar sem eru stjórnarmenn eða fulltrúar með setu á aðalfundum lífeyrissjóða.

Starfsmenn félagsins skulu vera nefndinni til ráðuneytis.

Hlutverk lífeyrissjóðanefndar VM er að:
• fjalla um hagsmunamál félagsmanna VM í lífeyrissjóðakerfinu og gera tillögur um þau til stjórnar og fulltrúa VM í lífeyrissjóðum félagsmanna VM,
• fylgjast með breytingum á reglugerðum og koma með tillögur um afstöðu VM til breytinga fyrir stjórnarmenn og fulltrúa VM í lífeyrissjóðum.
• gera tillögur um fulltrúa í fulltrúaráð lífeyrissjóða félagsmanna VM til stjórnar VM.

Fagnefnd sjómanna

Fagnefnd sjómanna er fastanefnd sem starfar allt árið. Félagsstjórn skipar a.m.k. átta fulltrúa í nefndina á fyrsta fundi í janúar ár hvert.Við skipan fulltrúa í nefndina skal gæta þess að þar eigi sæti einstaklingar sem starfa eftir sem flestum kjarasamningum sem VM gerir vegna sjómanna.

Starfsmenn félagsins á samningasviði skulu vera nefndinni til ráðuneytis.

Hlutverk Fagnefndar sjómanna í VM er að fjalla um sérstök hagsmunamál sjómanna og gera tillögur um þau til stjórnar. Fylgjast með kjörum sjómanna og eiga aðild að kjarasamningsgerð vegna sjómanna.
Nefndin gerir tillögur til stjórnar VM um heiðranir á sjómannadag, úthlutun Neistans og um fulltrúa í sjómannadagsráð.