Fréttir 01 2017

gudmundur

þriðjudagur, 24. janúar 2017

Ályktun samninganefndar vélstjóra á fiskiskipum

Þar sem slitnað hefur upp úr viðræðum VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna, og félaga sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, er staðan í kjaradeilunni mjög alvarleg. Fullyrðing SFS um að VM og félög sjómanna hafi slitið viðræðunum er röng.

Loðnuveiðar

mánudagur, 23. janúar 2017

Staða viðræðna VM við SFS 23. janúar

Slitnað hefur upp úr kjarasamningaviðræðum VM við SFS. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni. Samninganefnd VM mun funda í fyrramálið um næstu skref.

Kynning-a-samning-vm-sfs-1.JPG

föstudagur, 20. janúar 2017

Félagsfundur: Stál í stál

Félagsfundur var haldinn í gærkvöldi vegna kjaradeilu VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna og útgerðarinnar. Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður félagsins, gerði í upphafi grein fyrir stöðunni sem glímt er við.

Loðnuveiðar

miðvikudagur, 18. janúar 2017

Félagsfundur með vélstjórum á fiskiskipum

Félagsfundur vélstjóra á fiskiskipum verður haldinn fimmtudaginn 19. janúar kl. 20:00 í húsi VM að Stórhöfða 25, Reykjavík. Fundurinn verður sendur út í gegnum heimasíðu VM.Sjá nánar um útsendingu fundarins hér  Dagskrá Staðan í kjaraviðræðum við VM við SFS Fundarstaðir þar sem félagsmenn geta safnast saman og horft á fundinn.

gudmundur

þriðjudagur, 17. janúar 2017

Hlé gert á viðræðunum

Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM, segir að hlé verði gert á samningaviðræðunum í Karphúsinu. Næsti fundur verður á mánudaginn, 23. janúar klukkan þrettán. En hvers vegna er viðræðunum frestað?Guðmundur segir að þegar olíuviðmiðin hafi verið rædd, á fundinum í dag, hafi komið í ljós að nokkuð beri á milli deilenda þar.

gudmundur

mánudagur, 16. janúar 2017

Lítið breytt staða

Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM, sagði að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara í dag, að lítið hafi breyst í kjaraviðræðunum. Á Guðmundi er að heyra að hann er ekki bjartsýnn á að samningar séu á næsta leiti.

GR_VM_bord

sunnudagur, 15. janúar 2017

Staða viðræðna VM við SFS 15. janúar

Samninganefnd VM og SFS funduðu í gær laugardag frá kl. 15.00 til rúmlega fjögur. Guðmundur Ragnarsson, formaður segir veigamikil atriði beggja aðila, enn vera óleyst. „Auðvitað þýðir ekkert annað en að vera jákvæður og hafa trú á því að þetta sé bara verkefni sem þarf að leysa.

GR_VM_bord

fimmtudagur, 12. janúar 2017

Viðkvæm staða í kjaraviðræðunum

„Staðan er viðkvæm,“ segir Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM, um viðræðurnar við útgerðina. En hver er hún? „Hún er sú, að við höfum verið að fara yfir þau mál sem hafa verið í umræðunni, svo sem fjarskiptakostnað, fæðið og slysatryggingarnar.