Fréttir 2016

domur

föstudagur, 16. september 2016

Ríkinu óskylt að efna loforð og samninga

Samkvæmt dómi Hæstaréttar í máli sem ASÍ höfðaði fyrir hönd Gildis – lífeyrissjóðs, þarf ríkið ekki að standa við skriflegt loforð sitt um endurgreiðslu sérstaks skatts á almennu lífeyrissjóðina. Undan því loforði komst ríkið einfaldlega með því að láta hjá líða að sækja sér lagaheimild til greiðslu.

fimmtudagur, 15. september 2016

Nýtt samningalíkan fyrir Ísland

Þetta er bráðabirgðaútgáfa skýrslu um íslenska samningalíkanið. Markmið skýrslunnar er að hvetja til umræðna með því að:- Kynna nokkur lykilatriði og skilyrði sem gott samningalíkan þarf að uppfylla.- Lýsa reynslu og lausnum frá Noregi og, að einhverju marki, einnig frá Danmörku og Svíþjóð.

föstudagur, 2. september 2016

Nýr kjarasamningur við Kerfóðrun ehf. samþykktur

Niðurstað atkvæðagreiðslunnar vegna kjarasamningsins á milli annars vegar Kerfóðrunar ehf. og hins vegar Verkalýðsfélagsins Hlífar, VM og Fit sem undirritaður var 29. ágúst er eftirfarandi: Á kjörkrá voru 36. Atkæði greiddu 29. Já sögðu 22. eða 80,56%, Nei sögðu 6. eða 20,69%.

mánudagur, 22. ágúst 2016

Samninganefnd vélstjórar á fiskiskipum

Ágætu vélstjórar á fiskiskipum Vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kjaramálum vélstjóra sem starfa á fiskiskipum, telur samninganefnd VM þörf á að fjölga í nefndinni, úr níu mönnum í sextán til átján.

mánudagur, 8. ágúst 2016

Golfmót VM 2016

Hið árlega golfmót VM var haldið föstudaginn 5.ágúst á Keilisvellinum. Mjög fín þátttaka var á mótinu, keppt var í höggleik og punktakeppni. Sigurvegari VM mótsins var Ævar Rafn Þrastarson og hlaut hann að launum hinn eftirsótta farandbikar VM.

miðvikudagur, 3. ágúst 2016

Frábær verslunarmannahelgi á Laugarvatni

Mikill fjöldi var á tjaldsvæðinu okkar á Laugarvatni um verslunarmannahelgina í blíðskapaveðri og ótrúlegustu gestir sem komu við og gerðu helgina ógleymanlega. Á laugardagskvöldið mættu 6 ófleygir andarungar í sund og neituðu að fara heim.

fimmtudagur, 28. júlí 2016

Kjarasamningur við Kerfóðrun felldur

Talin voru atkvkvæði um Aðalkjarasamning milli Kerfóðrunar ehf. og Vlf. Hlífar, VM og FIT sem undirritaður var 28. júní 2016. Kjarasamningurinn var felldur. Á kjörskrá voru 39. Atkvæði greiddu 27   69,23%.