12.12.2016

Vegna kosningar um kjarasamning vélstjóra á fiskiskipum

Kosningu um kjarasamning VM við SFS líkur á hádegi föstudaginn 16. desember 2016.
Vegna umræðu um að verkfall skelli á samdægurs ef samningurinn verður felldur, er rétt að benda á að boðuðu verkfalli VM var aflýst þegar skrifað var undir samninginn. Það er hefðin. Ef samningurinn verður felldur í atkvæðagreiðslu hefjast nýjar viðræður. Ef þær ganga ekki og samninganefnd VM metur stöðuna svo, getur nefndin boðað til verkfalls með hefðbundnum hætti og látið kjósa um hvort farið verði í verkfall.