28.12.2016

SFS samþykkir verkbann á vélstjóra

SFS hefur samþykkt heimild til boðunar verkbanns sem hefjast mun með ótímabundnum hætti kl. 22:00, föstudaginn 20. janúar 2017, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.

Kjarasamningur SFS við VM um störf vélstjóra á fiskiskipum hefur verið laus frá 1. janúar 2011. Viðræður hafa staðið yfir með hléum frá þeim tíma, en félagsmenn VM höfnuðu kjarasamning sem undirritaður var í nóvember síðastliðnum með skýrum hætti. Viðræður undanfarna mánuði og ár hafa því reynst árangurslausar.