22.12.2016

Gestir orlofshúsa athugið

Snjó hefur kyngt niður síðustu daga því er fólk beðið að að fara alls ekki af stað á vanbúnum bílum enda getur það skapað sér og öðrum mikla hættu með slíku

Hafa skal það í huga að ekki er snjómokstur á hátíðisdögum víðsvegar um landið og á það einnig við um orlofshúsasvæði VM.
Mikill snjór er á Laugarvatni og vörum við fólk við að fara af stað á vanbúnum bílum.

Vinsamlega skoðið færðina áður en lagt er af stað á vef Vegagerðarinnar með því að smella hér.
Vegagerðin miðlar upplýsingum um færð og veður á vef Vegagerðarinnar, í upplýsingasíma 1777, í sjálfvirkum símsvara 1779 og á textavarpi RUV á síðum 470-494. Í upplýsingasíma Vegagerðarinnar eru einnig veittar upplýsingar um þjónustu á vegakerfinu, opnun fjallvega o.fl.

Förum varlega og njótum hátíðarinnar.