Fréttir 11 2016

mánudagur, 28. nóvember 2016

Útgreiðsla styrkja í desember

Rétt eins og undanfarin ár munu styrkir sjúkra- og fræðslusjóðs verða greiddir út fimmtudaginn 22.desember vegna hátíðahalda. Síðasti skiladagur umsókna er fimmtudaginn 15.desember.

KOSNING-VM-SFS.png

föstudagur, 18. nóvember 2016

Kosning um kjarasamning vélstjóra á fiskiskipum

Kosning um kjarasamning vélstjóra á fiskiskipum, sem undirritaður var  þann 14. nóvember 2016, er hafinn.Bréf með kjörgögnum og aðgangsorði að kosningunni eru á leið í póst, en þátttakendur geta einnig kosið með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.

Kynning-a-samning-vm-sfs-1.JPG

miðvikudagur, 16. nóvember 2016

Fjölmennur félagsfundur

Einn allra fjölmennasti félagsfundur VM var haldinn mánudaginn 14. nóvember síðastliðinn. Kynning á ný gerðum kjarasamning VM við SFS fór fram. Það tóku 100 félagsmenn VM þátt í fundinum í gær og þar af voru 37 í salnum í húsi VM í Reykjavík og 63 tóku þátt í fjarfundi samhliða fundinum.

gudmundur

föstudagur, 11. nóvember 2016

Verkfalli frestað til mánudags

„Við frestuðum verkfalli til klukkan þrjú á mánudaginn,“ sagði Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM. En hvað varð til þess að vélstjórar skrifaðu undir. „Það var þannig að eftir að fulltrúar Sjómanna félagana hættu samræðum við SFS, þá fyrst má segja að við höfum komið okkar sérkröfum að.

karphusid

föstudagur, 11. nóvember 2016

Leystist eftir viðræður um sérmál

Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir að byrjað hafi verið að ræða sérkröfur félagsins eftir að Sjómannasamband Íslands sleit samningaviðræðum við SFS. „Þegar við ákváðum að setjast yfir það þá gekk ýmislegt upp í því sem vantaði.

gudmundur

miðvikudagur, 9. nóvember 2016

Verkfalli hefur ekki verið afstýrt

Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM, segist ekkert geta sagt um hvert samkomulagið er milli sjómanna og útvegsmanna varðandi útfærslu á fiskverði, bæði hvað varðar bolfisk og uppsjávarfisk. „Það er ekki búið að skrifa undir og meðan svo er er ég bundinn trúnaði.