Fréttir 10 2016

Guðmundur Ragnarsson og Pall Hansen

mánudagur, 31. október 2016

Guðmundur Ragnarsson kjörinn forseti NMF

Dagana 24 og 25 október var fundur Norræna vélstjóra sambandsins, NMF, haldinn á Íslandi. Á þessum fundum ræða félögin sín á milli málefni vélstjóra á Norðurlöndunum. Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, var kjörinn forseti NMF á þessum fundi og tekur hann við embættinu af Pall Hansen formanni Færeyska vélstjóra félagsins.

Logo VM með texta

mánudagur, 17. október 2016

Verkfall vélstjóra á fiskiskipum samþykkt

Kosningu um verkfall vélstjóra á fiskiskipum lauk kl. 12 á hádegi á dag, þann 17. október 2016.Á kjörskrá voru 472 félagsmenn VM. Af þeim kusu 339, eða 71,8%. Já sögðu 308, eða 90,8%. Nei sögðu 26, eða 7,7% og 5, eða 1,5%, skiluðu auðu.

ASI-Logo-v1-CMYK.jpg

miðvikudagur, 12. október 2016

Ályktun miðstjórnar ASÍ um aukinn ójöfnuð í lífeyrismálum

Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnarflokkanna að auka á þann hróplega mismun sem er í lífeyrisréttindum landsmanna með því að hækka lífeyristökualdur í almannatryggingum í 70 ár. Það gengur ekki að ætla almenningi að búa við 70 ára lífeyristökualdur á sama tíma og alþingismenn og opinberir starfsmenn geta farið á fullan lífeyri 65 ára.

Jónas Þór Jónasson

mánudagur, 3. október 2016

„Sjómenn eru naglar, en menn verða að vera skynsamir"

Hæstaréttarlögmaður brýnir fyrir sjómönnum að ganga úr skugga um að rétt sé staðið að skráninum á slysum sem verða til sjós. Miklir hagsmunir séu í húfi og mikilvægt er að leita strax til stéttarfélags ef menn verða fyrir meiðslum.