Fréttir 09 2016

Birta Lífeyrissjóður

föstudagur, 30. september 2016

Sameinaði og Stafir sameinast í Birtu lífeyrissjóði

Sjóðfélagar Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs samþykktu einróma og mótatkvæðalaust á aukaársfundum sínum í gær að sameina sjóðina. Í kjölfarið var haldinn stofnfundur nýja sjóðsins þar sem nafn hans var kynnt Birta lífeyrissjóður.

ASÍ-UNG 2016

mánudagur, 26. september 2016

Nýkjörin stjórn ASÍ-UNG

ASÍ-UNG hélt fjórða þingið sitt föstudaginn 23. september síðastilinn. Þingið fór vel fram og var kosin ný stjórn þar. Aðeins voru tveir eftir úr fyrri stjórn og því mikil endurnýjun. Stjórnin er skipuð ungu fólki á aldrinum 18-35 ára sem kemur úr stéttarfélögum víðsvegar að af landinu og flestum greinum vinnumarkaðarins.

faedingarorlof

föstudagur, 23. september 2016

ASÍ og BSRB krefja stjórnvöld um breytingar á fæðingarorlofskerfinu

Til að sýna mikilvægi þess að búa við gott fæðingarorlofskerfi hvetjum við fólk til að segja sína sögu í stuttu máli á samfélagsmiðlum og merkja með myllumerkinu #betrafaedingarorlof. Markmið fæðingarorlofslaga er að börnum sé tryggð samvera við báða foreldra og að konum og körlum sé kleift að samræma fjölskyldu og atvinnulíf.

föstudagur, 16. september 2016

Kosning um verkfall vélstjóra á fiskskipum

Samninganefnd VM fyrir vélstjóra á fiskiskipum hefur ákveðið að fram fari leynileg rafræn kosning um ótímabundið verkfall vélstjóra á fiskiskipum, sem hæfist kl. 23:00 þann 10. nóvember 2016, hafi kjarasamningur milli aðila ekki náðst fyrir þann tíma.

domur

föstudagur, 16. september 2016

Ríkinu óskylt að efna loforð og samninga

Samkvæmt dómi Hæstaréttar í máli sem ASÍ höfðaði fyrir hönd Gildis – lífeyrissjóðs, þarf ríkið ekki að standa við skriflegt loforð sitt um endurgreiðslu sérstaks skatts á almennu lífeyrissjóðina. Undan því loforði komst ríkið einfaldlega með því að láta hjá líða að sækja sér lagaheimild til greiðslu.

fimmtudagur, 15. september 2016

Nýtt samningalíkan fyrir Ísland

Þetta er bráðabirgðaútgáfa skýrslu um íslenska samningalíkanið. Markmið skýrslunnar er að hvetja til umræðna með því að:- Kynna nokkur lykilatriði og skilyrði sem gott samningalíkan þarf að uppfylla.- Lýsa reynslu og lausnum frá Noregi og, að einhverju marki, einnig frá Danmörku og Svíþjóð.

föstudagur, 2. september 2016

Nýr kjarasamningur við Kerfóðrun ehf. samþykktur

Niðurstað atkvæðagreiðslunnar vegna kjarasamningsins á milli annars vegar Kerfóðrunar ehf. og hins vegar Verkalýðsfélagsins Hlífar, VM og Fit sem undirritaður var 29. ágúst er eftirfarandi: Á kjörkrá voru 36. Atkæði greiddu 29. Já sögðu 22. eða 80,56%, Nei sögðu 6. eða 20,69%.