Fréttir 08 2016

mánudagur, 22. ágúst 2016

Samninganefnd vélstjórar á fiskiskipum

Ágætu vélstjórar á fiskiskipum Vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kjaramálum vélstjóra sem starfa á fiskiskipum, telur samninganefnd VM þörf á að fjölga í nefndinni, úr níu mönnum í sextán til átján.

mánudagur, 8. ágúst 2016

Golfmót VM 2016

Hið árlega golfmót VM var haldið föstudaginn 5.ágúst á Keilisvellinum. Mjög fín þátttaka var á mótinu, keppt var í höggleik og punktakeppni. Sigurvegari VM mótsins var Ævar Rafn Þrastarson og hlaut hann að launum hinn eftirsótta farandbikar VM.

miðvikudagur, 3. ágúst 2016

Frábær verslunarmannahelgi á Laugarvatni

Mikill fjöldi var á tjaldsvæðinu okkar á Laugarvatni um verslunarmannahelgina í blíðskapaveðri og ótrúlegustu gestir sem komu við og gerðu helgina ógleymanlega. Á laugardagskvöldið mættu 6 ófleygir andarungar í sund og neituðu að fara heim.