Fréttir 05 2016

mánudagur, 2. maí 2016

Aðalfundur VM 2016

Aðalfundur VM var haldinn þann 29. apríl 2016 á Grand Hótel í Reykjavík. Á fundinum voru 58 félagsmenn auk 6 starfsmanna VM. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, þar sem m.a. var farið yfir skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.

mánudagur, 2. maí 2016

VM styrkir Krabbameinsfélags Íslands

Í tilefni af 10 ára afmæli  VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna styrkir félagið verkefni Krabbameinsfélags Íslands um 5 milljónir króna.Verkefnið miðar að því að fækka körlum sem veikjast af krabbameini, lækka dánartíðni karla sem greinast með krabbamein og bæta lífsgæði þeirra.