Fréttir 02 2016

fimmtudagur, 25. febrúar 2016

Launahækkanir samkvæmt nýjum kjarasamningi

Nýr kjarasamningur var samþykktur í kosningu sem lauk þann 24. febrúar 2016. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2016 til 31. desember 2018.Samningurinn byggir á rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 27.10 2015 og bókun um lífeyrisréttindi frá 5.5. 2011.Samkvæmt samningnum hækka laun frá og með 1. Janúar um 6,2%.

miðvikudagur, 24. febrúar 2016

Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamning

Fréttatilkynning frá kjörstjórn aðildarsamtaka ASÍ Sameiginlegri allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna aðildarsamtaka ASÍ um kjarasamning milli aðildarsamtaka ASÍ og SA frá 21. janúar 2016 lauk kl. 12 á hádegi í dag.

mánudagur, 22. febrúar 2016

Allir stilli sér upp með fólkinu á gólfinu í Straumsvík

Vefritið Kjarninn skrifar í dag um baráttu starfsmanna álversins í Straumsvík við vinnuveitendur sína. Kjarninn skrifar:  „Stórfyrirtækið Rio Tinto, sem er eigandi álversins í Straumsvík, hefur hug á því að fara með vinnustöðvun hafnarverkamanna, sem getur hamlað útflutningi á áli, fyrir félagsdóm.

föstudagur, 19. febrúar 2016

Allir með eða ekkert SALEK

Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM, er í viðtali í Fréttablaðinu í dag, þar sem talað er um deiluna við Rio Tinto í Straumsvík. Þar segir Guðmundur: „Verkfallið hefur kannski ekki mikil áhrif strax til að byrja með, því það er bara útflutningurinn sem stoppar.

föstudagur, 12. febrúar 2016

Kjarasamningur VM kaupskipafélögin samþykktur

Kosningu um kjarasamninga VM við kaupskipafélögin lauk kl. 12 á hádegi í dag, 12. febrúar 2016.Á kjörskrá voru 49 og greiddu 41 atkvæði. Þátttaka því 83,7%Já sögðu 32, eða 78%. Nei sögðu 8, eða 19,5% og einn þátttakandi skilaði auðu.

miðvikudagur, 10. febrúar 2016

Útskriftarnemar í vél - og málmtæknigreinum athugið!

VM auglýsir eftir umsóknum um styrki frá nemum á útskriftarári í vél - og málmtæknigreinum árið 2016. Styrkirnir eru 10 talsins, hver að upphæð kr. 100.000. Dregið verður úr innsendum umsóknum. Umsóknarfrestur er til 10. mars og niðurstöður verða tilkynntar um miðjan mars.

þriðjudagur, 9. febrúar 2016

Ísaldeilan: Umboðslausir stjórnendur

Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir, í samtali við Vísi, að  það ráðast á næstu dögum til hvaða aðgerða verði gripið í kjaradeilu þeirra við fyrirtækið. Yfirvinnu- og úflutningsbann komi til greina, sem og allsherjarverkfall.

þriðjudagur, 2. febrúar 2016

Samningar náðust, verkfalli frestað

Samningar náðust í kjaradeilu vélstjóra og skipstjórnarmanna á kaupskipum á fjórða tímanum í nótt og gengið frá undirskrift launaliða. Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, segir að eftir sé að ganga frá sjálfum kjarasamningum.

mánudagur, 1. febrúar 2016

Ábyrgðin er þeirra

Að óbreyttu kemur til verkfalls vélstjóra á kaupskipum á miðnætti. Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM, er alls ekki sáttur við hvernig komið er. „Það er enn von um að ekki komi til verkfallsins. Þá verður að koma tilboð frá fyrirtækjunum í dag til að leysa deiluna,“ sagði Guðmundur.