Fréttir 01 2016

þriðjudagur, 26. janúar 2016

Félag vélstjóra og málmtæknimanna á Alþingi

„Forustumenn í verkalýðshreyfingunni, m.a. formaður Framsýnar, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna og forustumenn Alþýðusambandsins, hafa að undanförnu ítrekað bent á mörg alvarleg dæmi um ólögmæta starfsemi, um starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði sem eru ekki skráðir og njóta ekki réttinda, um starfsmannaleigur sem hér hafa starfað í landinu jafnvel frá árinu 2014 án þess að vera nokkurs staðar skráðar eða skila gjöldum eða standa skil á réttindum starfsmanna sinna,“ sagði Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær, þegar hann hóf umræður um starfsmannaleigur og félagsleg undirboð.

föstudagur, 22. janúar 2016

Svona er nýi samningurinn

„Við í VM höfum viljað allt gera til að draga úr vægi yfirvinnu á tekjur okkar manna. Nú er líklegra en áður að það muni takast. Þetta er tilraun til að koma á friði á vinnumarkaði með kaupmáttaraukningu.

fimmtudagur, 21. janúar 2016

Ný tækifæri opnast

Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM, segir nýgerðan samning á vinnumarkaði gefa meiri vonir en áður til að takast megi að stöðva höfrungahlaupið og að við færumst nær því sem hefur reynst hvað best á hinum Norðurlöndunum.

föstudagur, 8. janúar 2016

Skattkort lögð af frá og með árinu 2016

Í samræmi við breytingar á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, verða skattkort lögð af frá og með árinu 2016. Þótt notkun skattkorta verði hætt þá kallar það ekki á neinar breytingar fyrir launamenn nema einhverjar breytingar komi til t.

þriðjudagur, 5. janúar 2016

Verkfall á kaupskipum samþykkt

Atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar félagsmanna VM, sem starfa á kaupskipum í millilandasiglingum, lauk á hádegi í dag, þann 5. janúar 2016. Á kjörskrá voru 48 og af þeim tóku 40, eða 83,3%, þátt í kosningunni.

mánudagur, 4. janúar 2016

Kennitöluflakk: Samfélaginu blæðir

„Erfitt er að skilja hvers vegna ekki hafi fyrir löngu síðan verið settur öflugri lagarammi um hæfi stjórnenda,“ segir í nýjustu Tíund, blaði Ríkisskattstjóra, en þar er meðal annars fjallað um kennitöluflakk og skaða af því.

mánudagur, 4. janúar 2016

Gjöf til slysavarnarskóla sjómanna

Á þorláksmessu afhentu Sjómannasambandið, VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna og FFSÍ farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Slysavarnaskóla sjómanna hitamyndavél að gjöf í tilefni 30 ára afmælis skólans.