Fréttir 2016
miðvikudagur, 28. desember 2016
SFS hefur samþykkt heimild til boðunar verkbanns sem hefjast mun með ótímabundnum hætti kl. 22:00, föstudaginn 20. janúar 2017, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.
Kjarasamningur SFS við VM um störf vélstjóra á fiskiskipum hefur verið laus frá 1. janúar 2011. Viðræður hafa staðið yfir með hléum frá þeim tíma, en félagsmenn VM höfnuðu kjarasamning sem undirritaður var í nóvember síðastliðnum með skýrum hætti.
þriðjudagur, 27. desember 2016
Við minnum á fund með vélstjórum á fiskiskipum á Reyðarfirði í kvöld þriðjudag 27. des. kl.
fimmtudagur, 22. desember 2016
Snjó hefur kyngt niður síðustu daga því er fólk beðið að að fara alls ekki af stað á vanbúnum bílum enda getur það skapað sér og öðrum mikla hættu með slíku
Hafa skal það í huga að ekki er snjómokstur á hátíðisdögum víðsvegar um landið og á það einnig við um orlofshúsasvæði VM.
mánudagur, 19. desember 2016
Boðuðu verkfalli VM var aflýst þegar skrifað var undir samning. Það er hefðin og þýðir að verkfall hefst ekki sjálfkrafa ef samningur er felldur í atkvæðagreiðslu. Ef samningur er felldur hefjast nýjar viðræður.
föstudagur, 16. desember 2016
Atkvæðagreiðslu um kjarasamning VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), sem undirritaður var þann 14. nóvember s.l., lauk nú á hádegi 16. desember 2016.Á kjörskrá voru 478 félagsmenn og af þeim tóku 333, eða 69,7%, þátt í atkvæðagreiðslunni.
mánudagur, 12. desember 2016
Kosningu um kjarasamning VM við SFS líkur á hádegi föstudaginn 16. desember 2016. Vegna umræðu um að verkfall skelli á samdægurs ef samningurinn verður felldur, er rétt að benda á að boðuðu verkfalli VM var aflýst þegar skrifað var undir samninginn.
mánudagur, 28. nóvember 2016
Rétt eins og undanfarin ár munu styrkir sjúkra- og fræðslusjóðs verða greiddir út fimmtudaginn 22.desember vegna hátíðahalda. Síðasti skiladagur umsókna er fimmtudaginn 15.desember.
mánudagur, 21. nóvember 2016
ghghghgh
fhghg
föstudagur, 18. nóvember 2016
Kosning um kjarasamning vélstjóra á fiskiskipum, sem undirritaður var þann 14. nóvember 2016, er hafinn.Bréf með kjörgögnum og aðgangsorði að kosningunni eru á leið í póst, en þátttakendur geta einnig kosið með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.
miðvikudagur, 16. nóvember 2016
Kynningarfundi á nýgerðum kjarasamning VM við SFS sem halda átti í Sögumiðstöðinni á Grundarfirði í kvöld kl. 20.00 er aflýst.