Fréttir 2015

miðvikudagur, 25. febrúar 2015

Samstarf iðnaðarmanna í komandi kjaraviðræðum

Landssambönd og félög iðnaðarmanna hafa gert með sér samkomulag um samstarf í komandi kjaraviðræðum. Samkomulagið tekur m.a. til framsetningar á kröfum og markmiðum í aðalkjarasamningum félaganna við SA, samstilltra verkfallsaðgerða og samráðs á vettvangi ASÍ.

þriðjudagur, 17. febrúar 2015

Útskriftarnemar í vél - og málmtæknigreinum athugið

VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna auglýsir eftir umsóknum um styrki frá öllum nemum á útskriftarári í vél -og málmtæknigreinum árið 2015. Styrkirnir eru 10 talsins, hver að upphæð kr. 100.000. Dregið verður úr innsendum umsóknum.

mánudagur, 9. febrúar 2015

Íslenska lífeyriskerfið uppfyllir meginkröfur OECD

Íslenska lífeyriskerfið stenst með ágætum stefnumarkandi tilmæli Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um uppbyggingu lífeyriskerfa: 1) sjóðsöfnun er mikil; 2) öryggisnet almannatrygginga er mikilvægt fyrir lágtekjuhópa; 3) lífeyrisþegar framtíðarinnar fá almennt meiri lífeyri en nú er greiddur.

þriðjudagur, 3. febrúar 2015

Breyting á viðmiðunarverði

Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna ákvað eftirfarandi breytingar á viðmiðunarverði á fundi þann 2. febrúar 2015. Breytingarnar tóku gildi samdægurs. Viðmiðunarverð á slægðum þorski hækkar um 10%.

miðvikudagur, 28. janúar 2015

Olíuverð og skiptaverðmætishlutföll

Samkvæmt kjarasamningi VM vegna starfa vélstjóra á fiskiskipum tekur skiptaverðmætishlutfall mið af gasolíuverði á heimsmarkaði og miðast verðið við meðaltal á skráðu gasolíuverði á Rotterdammarkaði. Í samninginum er hámarks viðmiðunarverð 305 Bandaríkjadollarar á tonn.

laugardagur, 10. janúar 2015

Kjarakönnun VM 2014

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands annaðist kjarakönnun meðal félagsmanna VM sem starfa í landi. Könnunin var framkvæmd þannig að bréf var sent á alla þátttakendur og þeir félagsmenn sem eru á netfangalista félagsins fengu könnunina senda í tölvupósti.

miðvikudagur, 7. janúar 2015

Reiknivélar vegna breytinga á virðisaukaskatti og vörugjöldum

Breytingar á lögum um virðisaukaskatt og almenn vörugjöld tóku gildi um ármót og ættu neytendur nú þegar að sjá þess merki í verðlagi hjá verslunum og þjónustuaðilum. Mikilvægt er að neytendur séu vel á verði og sýni söluaðilum aðhald svo tilætlaðar breytingar skili sér eins og vænta má í breytingum á verðlagi.