Fréttir 2015

laugardagur, 6. júní 2015

Fréttatilkynning frá VM- Félagi vélstjóra og málmtæknimanna

Samtök atvinnulífsins slitu í dag kjaraviðræðum við VM - Félag vélstjóra- og málmtæknimanna. Niðurstöður viðræðna við Samtök atvinnulífsins í gær voru lagðar í morgun fyrir samninganefnd VM, sem hafnaði þeim hugmyndum að kjarasamningi, sem kynntar voru á fundinum.

miðvikudagur, 3. júní 2015

Ómögulegt að semja þannig

Árangurslaus samningafundur iðnaðarmanna og SA Iðnaðarmenn vilja færa taxta að greiddum launum en segja að tilboð SA gangi í þveröfuga átt. Þeir [samninganefnd SA] eru búnir að búa sér til hjúp um það að forsendur kjarasamninganna sem skrifað var undir fyrir helgi séu óhagganlegar.

þriðjudagur, 2. júní 2015

Árangurslaus fundur í Karphúsinu dag

Samninganefnd iðnaðarmannafélaganna fundaði í morgun með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Guðmundur Ragnarsson formaður VM segir að fundurinn hafi verið stuttur en án árangurs. „Við getum ekki samþykkt útfærslu kjarasamningsins sem gerður var við Flóabandalagið og fleiri félög  fyrir helgi og teljum að breyta þurfi þeim samningi mikið, þannig að hann hugnist iðnaðarmönnum.

mánudagur, 1. júní 2015

Niðurstaða kosningar um verkfall

Kosningu um verkfallsaðgerðir félagsmanna VM, sem starfa á almennum kjarasamning félagsins við SA, lauk kl. 10 í morgun (1. júní 2015).Á kjörskrá voru 1744 og tóku 811 (46,5%) þátt í kosningunni. Atkvæði féllu þannig að: já sögðu 647 (79.78%), nei sögðu 146 (18.00%) og 18 (2,2%) tóku ekki afstöðu.

föstudagur, 29. maí 2015

Fréttatilkynning frá iðnaðarmannafélögunum föstudaginn 29. maí 2015

Félög iðnaðarmanna, MATVÍS, Grafía/FBM, VM, Samiðn, Félag hársnyrtisveina og RSÍ sem eru með samstarf við endurnýjun kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins,  vilja koma  á framfæri að þau telji að kjarasamningar sem voru undirritaðir í dag komi ekki  nægjanlega  til móts við framlagðar kröfur og hefur því sáttasemjari boðað til fundar n.

fimmtudagur, 28. maí 2015

Mikilvægt að forystan fái skýr skilaboð

„Það er ekkert annað í stöðunni en að halda áfram baráttunni, en staðan er vissulega erfið. Kjaraviðræðurnar eru a mínu viti lokatækifæri okkar til að byggja upp þjóðfélag með ákveðinni kynslóð í þessu landi.

fimmtudagur, 28. maí 2015

Vinnuveitendur virðast vera frá annarri plánetu

„Mér líst ekki vel á stöðuna í kjaraviðræðum, eins og staðan er í dag. Það er stál í stál og við í VM vitum mæta vel hvað það þýðir. Tilboð Samtaka atvinnulífsins um breytt fyrirkomulag á vinnutíma þýðir að iðnaðarmönnum er ætlað að borga sjálfir sínar launahækkanir, sem þýðir með öðrum orðum að þeir lækka í launum.

fimmtudagur, 28. maí 2015

Vaktavinnufólk á ekki að borga brúsann

Staðan í kjaraviðræðunum er erfið, það gengur hvorki né rekur, sem er auðvitað miður. Síðasta tilboð frá Samtökum atvinnulífsins þýðir einfaldlega feita launalækkun fyrir vaktavinnufólk, þannig að það er eðlilega þungt í okkur hljóðið eftir að tilboðið leit dagsins ljós.

miðvikudagur, 13. maí 2015

Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun

Eftirtalin félög og sambönd iðnaðarmanna hafa ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun: VM- Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Samiðn, MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands, Grafía –(FBM) stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum og Félag hársnyrtisveinaVerði vinnustöðvunin samþykkt yrði hún með eftirfarandi hætti: Tímabundið verkfall dagana 10. t.

laugardagur, 9. maí 2015

Staðan í kjaramálum iðnaðarmanna er grafalvarleg

Viðræðunefnd iðnaðarmannafélaganna hefur ákveðið að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Nefndin starfar í umboði Rafiðnaðarsambands Íslands, Matís, Samiðnar, Grafíu- stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum, Félags hársnyrtisveita og Félags vélstjóra og málmtæknimanna.