Fréttir 2015

laugardagur, 20. júní 2015

Staðan í samningamálum

Samninganefnd VM hefur verið boðuð til fundar á sunnudagskvöld, þar sem farið verður yfir stöðuna í kjaraviðræðum. Í gær, föstudag, hófust á nýjan leik viðræður við Samtök atvinnulífsins eftir að upp úr vðræðum slitnaði fyrr í vikunni.

föstudagur, 19. júní 2015

Niðurstaða kosningar um verkfall í ÍSAL

Kosningu um verkfallsaðgerðir félagsmanna VM, sem starfa hjá ÍSAL á kjarasamningi milli Rio Tinto Alcan á Íslandi hf. (ÍSAL) og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga, lauk kl. 10 þann 18. júní 2015. Á kjörskrá voru 44 og tóku 35 (79,5%) þátt í kosningunni.

fimmtudagur, 18. júní 2015

Boðaðar vinnustöðvanir og verkfallsvarsla

Boðaðar vinnustöðvanir VM munu hefjast á miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 23. júní, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Verkfallið mun standa til miðnættis 29. júní, ef af verður.Við köllum því eftir sjálfboðaliðum í verkfallsvörslu hjá félaginu á meðan verkfalli stendur.

þriðjudagur, 16. júní 2015

Vinnuveitendur slíta viðræðum

Samtök atvinnulífsins slitu viðræðum við VM síðdegis í dag, en á fundum í gær og í dag hefur verið farið sérstaklega yfir ýmis sérkjaramál. Guðmundur Ragnarsson formaður VM segir að lítið hafi þokast í átt að samkomulagi á fundi í gær,  vinnuveitendur hafi hafnað öllum sérkröfum sem kalli á aukinn kostnað.

þriðjudagur, 16. júní 2015

Lokað á skrifstofu VM eftir hádegi 19. júní

VM hefur ákveðið að gefa starfsfólki félagsins frí eftir hádegi föstudaginn 19. júní til að gera því kleift að taka þátt í hátíðahöldum í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Skrifstofur VM í Reykjavík og Akureyri verða því lokaðar frá kl.

föstudagur, 12. júní 2015

Sérkjaramálin rædd við vinnuveitendur

„Sérkjaramál voru tekin fyrir á fundinum í gær með SA og Málmi. Við höfum velt á undan okkur ýmsum sérkjaramálum í mörg ár og núna er lag að ræða þau atriði af alvöru á næstu dögum,“ segir Guðmundur Ragnarsson formaður VM.

miðvikudagur, 10. júní 2015

Neistinn veittur í tuttugasta og þriðja sinn

Á sjómannadaginn var Neistinn, viðurkenning VM og Tryggingamiðstöðvarinnar fyrir fyrirmyndar yfirvélstjórastörf veitt í tuttugasta og þriðja sinn. Gunnar Sigurðsson, yfirvélstjóri á Málmey SK 1, hlaut viðurkenninguna í ár.

þriðjudagur, 9. júní 2015

Verkfalli frestað

Verkföllum VM, RSÍ og Matvís hefur verið frestað til 22. júní, þetta var ákveðið á sáttafundi iðnaðarmannafélaganna með Samtökum atvinnulífsins  í gærkvöldi. Guðmundur Ragnarsson formaður VM segir að á sáttafundinum í gær hafi verið lögð drög að kjarasamningi við félögin og verkfallsaðgerðum því frestað.

þriðjudagur, 9. júní 2015

Verkfalli frestað til 22. júní

Á tíunda tímanum í gær var skrifað undir samkomulag við Samtök atvinnulífsins um að fresta verkfalli sem boðað var á þá félagsmenn VM sem starfa á almennum samningi félagsins við SA. Verkfalli er frestað til 22. júní næstkomandi.

mánudagur, 8. júní 2015

Víðtæk áhrif boðaðra verkfallsaðgerða VM. - Verkfallsvarsla undirbúin -

Fundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara síðdegis í dag í tengslum við kjaraviðræður VM og SA. Eins og fram kom í fréttum á laugardaginn ákvað samninganefnd vinnuveitenda að slíta viðræðum, fyrr um morguninn hafði samninganefnd VM hafnað hugmyndum að kjarasamningi, sem kynntar voru á á fundi hjá ríkissáttasemjara á föstudaginn.