Fréttir 2015

fimmtudagur, 27. ágúst 2015

Prinsipp vinnuveitenda skaða kjaraviðræður

Fjórði samningafundur VM og Samtaka atvinnulífsins vegna almenns kjarasamnings var haldinn i Karphúsinu í gær, miðvikudag. Guðmundur Ragnarsson formaður VM segir jákvætt að atvinnurekendur úr greininni hafi setið fundinn í gær, sem liðki vonandi fyrir gerð nýs samnings.

mánudagur, 17. ágúst 2015

Úrskurður gerðardóms hefur áhrif á kröfur VM

„Það er ansi ströng samningalota framundan, við höfum með formlegum hætti farið fram á áætlun um viðræður vegna sérkjarasamninga, sú áætlun lítur vonandi dagsins ljós á allra næstu dögum.Ákveðin þáttaskil urðu fyrir helgi í viðræðum um launakjör starfsmanna ÍSAL og alvöru viðræður hefjast líklega í þessari viku.

miðvikudagur, 12. ágúst 2015

Afboðun allsherjarverkfalls í ÍSAL

Samninganefnd verkalýðsfélaga starfsmanna ISAL tilkynnir um afboðun boðaðs allsherjar-verkfalls sem koma átti til framkvæmda 1. september 2015. Þessi ákvörðun er tekin vegna ítrekaðra fullyrðinga stjórnenda RTA, að komi til allsherjarverkfalls leiði það til lokunar fyrirtækisins, einnig til að fyrirbyggja að stjórnendur RTA geti notað samingaviðræður til þess.

mánudagur, 10. ágúst 2015

Mikilvægir félagsfundir í vikunni

„Við förum yfir stöðuna í kjaraviðræðunum á þessum fundum, þannig að ég hvet félaga til að mæta enda snerta kjaramálin alla,“  segir Guðmundur Ragnarsson formaður VM í rafrænu fréttabréfi félagsins, sem sent var út um helgina.

mánudagur, 10. ágúst 2015

Golfmót VM 2015

Hið árlega golfmót VM var haldið föstudaginn 7.ágúst á Keilisvellinum. Mjög fín þátttaka var á mótinu, keppt var í höggleik og punktakeppni. Sigurvegari VM mótsins var Egill Sigurbjörnsson og hlaut hann að launum hinn eftirsótta farandbikar VM.

þriðjudagur, 4. ágúst 2015

Fréttabréf ÍSAL

Staða viðræðna óbreytt vegna forgangs-kröfu frá höfuðstöðvum RIO TINO ALCAN um aukna verktöku og á lægri kjörum.Yfirvinnubann höfst 1. ágúst. Fimmtudaginn 23. júlí var haldinn 11. árangurslausi fundurinn hjá Ríkissáttasemjara en á fundinum lögðum við fram eftirfarandi bókun til að koma hreyfingu á viðræðurnar:Í framhaldi af sl.

miðvikudagur, 15. júlí 2015

Kjarasamningur VM við SA felldur

Kjarasamningar VM við Samtök atvinnulífsins, sem undirritaður var 22. júní s.l., var felldur í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í gær, þann 14. júlí.Um er að ræða almennan kjarasamning VM vegna starfa félagsmanna á almennum vinnumarkaði í landi, þ.

mánudagur, 13. júlí 2015

Kosningu um kjarasamning lýkur á morgun

Kosningu um almennan kjarasamning VM við SA lýkur á hádegi á morgun, 14. júlí. Félagsmenn sem eru á kjörskrá hafa fengið bréf með aðgangsorði að atkvæðagreiðslunni og þeir sem jafnframt eru á tölvupóstskrá félagsins fengu aðgangsorðið einnig sent með tölvupósti.

mánudagur, 29. júní 2015

ÍSAL og SA slitu viðræðum

Rétt í þessu lauk 9. samningafundi vegna Rio Tinto Alcan, ISAL, hjá Ríkissáttasemjara. Ljóst er að félagsmenn allra verkalýðsfélaganna hafa samþykkt að hefja vinnustöðvunarferli þann 1. ágúst næstkomandi en þá hefst yfirvinnubann starfsmanna.

mánudagur, 22. júní 2015

Skrifað undir kjarasamning – verkfalli aflýst

Á sjöunda tímanum í dag var skrifað undir almennan kjarasamning VM við Samtök atvinnulífsins. Verkfalli sem hefjast átti á miðnætti 22. júní 2015 hefur því verið aflýst. Á fundi samninganefndar sem haldin var á fimmta tímanum í dag, samþykkti nefndin eftirfarandi yfirlýsingu.