Fréttir 2015

þriðjudagur, 24. nóvember 2015

Kjarasamningar samþykktir

Gengið hefur verið frá kjarasamningum við HS-Orku, OR, ON og Landsvirkjun á síðustu vikum.  Kjarasamningarnir eru gerðir á hliðstæðum nótum og kjarasamningarnir sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði sl.

föstudagur, 6. nóvember 2015

Íslandsmót í Málmsuðu 2015 úrslit

Úrslit í samanlögðu á Íslandsmóti í Málmsuðu 2015. 1 sæti og Íslandsmeistari í Málmsuðu 2015 Jóhann V Helgason VHE. 2 sæti Sigurður Guðmundsson VHE. 3 sæti Torfi Þorbergsson EAK Verðlaun voru afhent af Jóni Arnari Karlssyni, stofnanda JAK ehf, sem jafnframt afhenti þeim veglegar gjafir frá ESAB og JAK ehf.

fimmtudagur, 29. október 2015

Ályktun formannafundar ASÍ um kjaramál

Ályktun um kjaramálSamþykkt á formannafundi ASÍ 28. október 2015 Formannafundur ASÍ lýsir yfir áhyggjum af stöðu efnahags- og kjaramála. Skortur á samstöðu, órói og átök hafa einkennt íslenskan vinnumarkað, allt frá því að þeirri launastefnu sem samið var um á almennum vinnumarkaði í árslok 2013 var hafnað.

miðvikudagur, 28. október 2015

Samkomulag í höfn

Betri vinnubrögð – aukinn ávinningur Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu í dag undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Markmið samkomulagsins er að tryggja varanlega aukningu kaupmáttar á Íslandi á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis krónunnar og lægri vaxta.

föstudagur, 23. október 2015

Kjarakönnun VM 2015

Kjarakönnun á meðal félagsmanna VM sem starfa í landi er hafin. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sér um framkvæmd könnunarinnar. Bréf sem sent er á alla þátttakendur hefur verið póstlagt. Könnunin verður svo send á netföng þeirra þátttakenda sem eru á netfangalista VM næstkomandimiðvikudag.

miðvikudagur, 7. október 2015

Fjölmennur samstöðufundur starfsmanna Rio Tinto á Íslandi

Alþjóðlegur dagur aðgerða hjá Rio TintoStarfsmenn á Íslandi krefjast úrbóta   Stéttarfélög um allan heim grípa til aðgerða í dag, 7. október, til þess að krefjast góðra og öruggra starfa hjá Rio Tinto Alcan, sem er einn stærsti álframleiðandi í heimi.

þriðjudagur, 6. október 2015

Alþjóðlegur dagur aðgerða hjá Rio Tinto

Stéttarfélög um allan heim grípa til aðgerða á morgun, 7. október, til þess að krefjast góðra og öruggra starfa hjá Rio Tinto Alcan, sem er einn stærsti álframleiðandi í heimi. Álverið í Straumsvík er rekið af Rio Tinto Alcan á Íslandi hf.