1.12.2015

Verkfall að bresta á

Enn eru samningar ekki í sjónmáli í deilunni við Rio Tinto Alcan. Að óbreyttu skellur verkfall á á miðnætti, þá með alvarlegum afleiðingum.
Ekki hefur verið boðaður fundur í deilunni í dag. Samninganefnd stéttarfélaganna hefur þó fundað um stöðuna í allan dag. Í augnablikinu er fátt sem bendir til að það takist. Deilendur hafa lítt nálgast til þessa.