16.11.2015

Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamninga VM við Orkuveitu Reykjavíkur

Kosningu um kjarasamninga VM við Orkuveitu Reykjavíkur (OR), sameignarfyrirtækis,
lauk kl. 12 á hádegi í dag, 16. Nóvember 2015.

Kjarasamningur VM við OR vegna starfa málmiðnaðarmanna
Á kjörskrá voru 16 og greiddu 16 atkvæði. Þátttaka því 100%
Já sögðu 14, eða 87,5%. Nei sagði einn og einn þátttakandi skilaði auðu.
Samningurinn var því samþykktur með 87,5% greiddra atkvæða

Kjarasamningur VM við OR vegna starfa vélfræðinga
Á kjörskrá voru 31 og greiddu 30 atkvæði. Þátttaka því 96,77%
Já sögðu 28, eða 93,33%. Nei sögðu tveir, eða 6,67%.
Samningurinn var því samþykktur með 93,33% greiddra atkvæða