2022
Kjarasamningar samþykktir
Fréttir

Kjarasamningar samþykktir

Þrír af hverjum fjórum sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn

Niðurstaða atkvæðagreiðslu um almenna kjarasamning VM:

  • Alls tóku 777, eða 39,60% þeirra sem voru á kjörskrá, þátt í kosningunni.
  • Já sögðu 595 eða 76,58% þeirra sem greiddu atkvæði.
  • Nei sögðu 146 eða 18,79% þeirra sem greiddu atkvæði.
  • Og 36 eða 4,63% þeirra sem greiddu atkvæði tóku ekki afstöðu.

VM þakkar öllu félagsfólki fyrir að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og segja hug sinn. Það er vilji ykkar sem skiptir öllu máli og það hefur verið ómetanlegt fyrir fulltrúa VM að hitta ykkur á kynningarfundum í síðustu viku.

RSÍ og VM héldu saman 11 formlega kynningarfundi en auk þess voru MATVÍS og Byggiðn með á þrem fundum. Fundirnir voru vel sóttir, en rúmlega 400 manns mættu. Það er augljóst að virk þátttaka ykkar í félagsstarfinu skilar sér í betri vinnu og þéttari hagsmunabaráttu.

Að þessu sinni útvíkkuðum við samstarf við endurnýjun kjarasamninganna þegar samflot iðn- og tæknifólks tók höndum saman með VR/LÍV. Það er ljóst að samstarfið skipti sköpum við samningaborðið og viljum við senda þakkarkveðjur til félaga okkar fyrir gott og ánægjulegt samstarf.

Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður kosningarinnar en þær má nálgast á PDF-formi.