Fréttir 10 2015

fimmtudagur, 29. október 2015

Ályktun formannafundar ASÍ um kjaramál

Ályktun um kjaramálSamþykkt á formannafundi ASÍ 28. október 2015 Formannafundur ASÍ lýsir yfir áhyggjum af stöðu efnahags- og kjaramála. Skortur á samstöðu, órói og átök hafa einkennt íslenskan vinnumarkað, allt frá því að þeirri launastefnu sem samið var um á almennum vinnumarkaði í árslok 2013 var hafnað.

miðvikudagur, 28. október 2015

Samkomulag í höfn

Betri vinnubrögð – aukinn ávinningur Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu í dag undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Markmið samkomulagsins er að tryggja varanlega aukningu kaupmáttar á Íslandi á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis krónunnar og lægri vaxta.

föstudagur, 23. október 2015

Kjarakönnun VM 2015

Kjarakönnun á meðal félagsmanna VM sem starfa í landi er hafin. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sér um framkvæmd könnunarinnar. Bréf sem sent er á alla þátttakendur hefur verið póstlagt. Könnunin verður svo send á netföng þeirra þátttakenda sem eru á netfangalista VM næstkomandimiðvikudag.

miðvikudagur, 7. október 2015

Fjölmennur samstöðufundur starfsmanna Rio Tinto á Íslandi

Alþjóðlegur dagur aðgerða hjá Rio TintoStarfsmenn á Íslandi krefjast úrbóta   Stéttarfélög um allan heim grípa til aðgerða í dag, 7. október, til þess að krefjast góðra og öruggra starfa hjá Rio Tinto Alcan, sem er einn stærsti álframleiðandi í heimi.

þriðjudagur, 6. október 2015

Alþjóðlegur dagur aðgerða hjá Rio Tinto

Stéttarfélög um allan heim grípa til aðgerða á morgun, 7. október, til þess að krefjast góðra og öruggra starfa hjá Rio Tinto Alcan, sem er einn stærsti álframleiðandi í heimi. Álverið í Straumsvík er rekið af Rio Tinto Alcan á Íslandi hf.