Fréttir 09 2015

mánudagur, 28. september 2015

Upprætum undirboð

VM hefur undanfarna mánuði unnið að málum er tengjast starfsmannaleigum og óskráðum erlendum starfsmönnum. Vinnumálastofnun sendi félaginu sýnishorn af ráðningarsamningi og óskaði jafnframt eftir umsögn félagsins.

þriðjudagur, 22. september 2015

Kjarasamningur VM við SA samþykktur

Kjarasamningar VM við Samtök atvinnulífsins, sem undirritaður var 3. september s.l., var samþykktur í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í dag, þann 22. september 2015. Um er að ræða almennan kjarasamning VM vegna starfa félagsmanna á almennum vinnumarkaði í landi, þ.

fimmtudagur, 17. september 2015

Mikilvægt að kosningaþátttaka verði góð

Kosning um almennan kjarasamningVM við SA stendur nú yfir, en henni lýkur á hádegi þriðjudaginn 22. september. Samningurinn nær til almennra starfa málmiðnaðarmanna, netagerðarmanna og vélstjóra sem starfa í landi.

mánudagur, 14. september 2015

Kosning um kjarasamning er hafin

Kosning um almennan kjarasamning VM við SA er hafin og mun standa fram til kl. 12.00 á hádegi þriðjudaginn 22. september. Félagsmenn sem eru á kjörskrá munu á næstu dögum fá bréf með aðgangsorði að atkvæðagreiðslunni og þeir sem jafnframt eru á tölvupóstskrá félagsins fá aðgangsorðið einnig sent með tölvupósti.

föstudagur, 11. september 2015

Samningafundur með SFS (LÍÚ)

Í gær, þann 10. september, var fundur hjá sáttasemjara vegna kjaradeilu VM, FFSÍ og SSÍ við SFS og var það 24. fundurinn. SFS gerir tillögu um að gerður verði stuttur samningur um sérkröfur og sum sameiginleg mál en að stóru málin verði sett til hliðar.

föstudagur, 11. september 2015

Frekari hækkanir náðust með samstöðu félagsmanna

"Kjörgögn vegna atkvæðagreiðslunnar munu berast félagsmönnum eftir helgi og í kjölfarið hefst rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn," segir Guðmundur Ragnarsson formaður VM um fyrirhugaða atkvæðagreiðslu um almennan kjarasamning VM og Samtaka atvinnulífsins, sem undirritaður var þann 3. september.

föstudagur, 4. september 2015

Nýr kjarasamningur VM við SA

Í gær var skrifað undir almennan kjarasamning VM við Samtök atvinnulífsins. Í samningnum erulagaðir ýmsir agnúar sem voru á útfærslu launahækkana í samning sem undirritaður varþann 22. júní s.l. og felldur var í kosningu sem lauk þann 14. júlí.

fimmtudagur, 3. september 2015

Samningur undirritaður milli VM og SA

Á fimmta tímanum í dag var skrifað undir almennan kjarasamning VM við Samtök atvinnulífsins. Verkfalli sem hefjast átti aðfaranótt næstkomandi sunnudags 6. september 2015 hefur því verið frestað.  Nánari kynning á samningnum verður birt á heimasíðu VM á morgun.

miðvikudagur, 2. september 2015

Staða viðræðna eftir daginn

Viðræður VM og SA þokuðust áfram í dag. Fundi var slitið núna  kl. 18:00 í kvöld og mun samninganefnd félagsins hittast í hádeginu á morgun til að fara yfir tillögur sem verið er að vinna. Eftir fundinn mun liggja fyrir hvert framhaldið verður og hvort aðilar eru að ná saman eða ekki.

þriðjudagur, 1. september 2015

Stíf fundarhöld í karphúsinu í gær

Samninganefndir VM og Samtaka atvinnulífsins funduðu í gær hjá ríkissáttasemjara vegna almenns kjarasamnings. Guðmundur Ragnarsson formaður VM segir að skipst hafi verið á skoðunum um ýmis mál.  „Við getum sagt að viðræðurnar hafi þokast í rétta átt og á fundi sem boðaður er á morgun er fyrirhugað að láta reyna enn frekar á þær hugmyndir sem ræddar voru á fundinum í gær, þannig að ég er hóflega bjartsýnn.