10.8.2015

Mikilvægir félagsfundir í vikunni

„Við förum yfir stöðuna í kjaraviðræðunum á þessum fundum, þannig að ég hvet félaga til að mæta enda snerta kjaramálin alla,“  segir Guðmundur Ragnarsson formaður VM í rafrænu fréttabréfi félagsins, sem sent var út um helgina.

VM efnir til tveggja félagsfunda í byrjun vikunnar, þar sem kjaramálin verða sérstaklega rædd. Fyrr í sumar felldu félagsmenn kjarasamning VM og SA. Kjaraviðræður eru því að hefjast á nýjan leik.

Í Reykjavík verður haldinn fundur í VM húsinu, Stórhöfða 25, 3ju hæð þriðjudaginn 11. ágúst og hefst hann klukkan 20:00.
Fundurinn verður sendur út beint á heimasíðu félagsins, www.vm.is og hægt verður að senda inn fyrirspurnir á gudnig@vm.is á meðan fundi stendur.

Á Akureyri verður haldinn fundur að Skipagötu 14, í sal Einingar-Iðju á 2.hæð, miðvikudaginn 12. ágúst og hefst hann klukkan 17:30.

„ Já, þessir fundir eru mikilvægir. Ég tel víst við að Samtök atvinnulífsins verji launastefnu sína af mikilli hörku á væntanlegum samningafundum, þess vegna er nauðsynlegt að heyra hljóðið í félagsmönnum. Það er öllum samninganefndum mikilvægt að hafa sterkt bakland,“ segir Guðmundur Ragnarsson.

Sjá auglýsingu um fundina

Fá rafræn fréttabréf VM send í tölvupósti