4.8.2015

Fréttabréf ÍSAL

Staða viðræðna óbreytt vegna forgangs-kröfu frá höfuðstöðvum RIO TINO ALCAN um aukna verktöku og á lægri kjörum.
Yfirvinnubann höfst 1. ágúst.

Fimmtudaginn 23. júlí var haldinn 11. árangurslausi fundurinn hjá Ríkissáttasemjara en á fundinum lögðum við fram eftirfarandi bókun til að koma hreyfingu á viðræðurnar:
Í framhaldi af sl. fundi hjá Ríkissáttasemjara mánudaginn 13. júní þar sem kom ítrekað fram hjá fulltrúum SA/ISAL að krafa þeirra um opnun á Fylgiskjali (1) og að krafa verkalýðsfélaganna um Flýtt starfslok væru þannig að ef ekki fengist lausn á þeirra kröfu um aukna heimild til verktöku kæmi höfnun á kröfu um viðræður um flýtt starfslok.
Til þess að koma viðræðum af stað, þá drögum við kröfu verkalýðsfélaganna um breytingu á ákvæðum um Flýtt starfslok til baka í trausti þess að hægt verði að hefja formlegar viðræður um launaliði kjarasamnings til lausnar á kjaradeilunni.

Sjá fréttabréfið í heild hér