13.7.2015

Kosningu um kjarasamning lýkur á morgun

Kosningu um almennan kjarasamning VM við SA lýkur á hádegi á morgun, 14. júlí. 
Félagsmenn sem eru á kjörskrá hafa fengið bréf með aðgangsorði að atkvæðagreiðslunni
og þeir sem jafnframt eru á tölvupóstskrá félagsins fengu aðgangsorðið einnig sent með
tölvupósti.
Samningurinn nær til almennra starfa málmiðnaðarmanna, netagerðarmanna og vélstjóra
sem starfa í landi.
Þeir sem starfa hjá orkufyrirtækjum, ríki og sveitafélögum eru á öðrum samningum.

Þeir sem hafa ekki fengið bréf eða tölvupóst, en telja sig eiga rétt á að kjósa um samninginn,
geta haft samband við skrifstofu VM eða sent tölvupóst á netfangið vignir@vm.is með
upplýsingum um nafn, kennitölu og símanúmer.