15.7.2015

Kjarasamningur VM við SA felldur

Kjarasamningar VM við Samtök atvinnulífsins, sem undirritaður var 22. júní s.l., var felldur í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í gær, þann 14. júlí.
Um er að ræða almennan kjarasamning VM vegna starfa félagsmanna á almennum vinnumarkaði í landi, þ.e. málmiðnaðarmanna, netagerðarmanna og vélstjóra sem starfa í landi.

Í kosningunni voru þátttakendur spurðir hvort þeir samþykktu kjarasamning VM við SA sem undirritaður var þann 22. júní 2015.

Á kjörskrá voru 1734. Þar af tóku 630 þátt í kosningunni, eða 36,3%.
Já sögðu 253, eða 40,16% þátttakenda.
Nei sögðu 365, eða 57,94% þátttakenda og 12, eða 1,9%, sátu hjá.

Samningurinn var því felldur með tæplega 58% atkvæða.

Við undirskrift samnings frestuðust verkfallsaðgerðir og breyttust þannig að ef ekki verður búið að
semja fyrir 5. september n.k. hefst ótímabundið verkfall þann dag.