9.6.2015

Verkfalli frestað til 22. júní

Á tíunda tímanum í gær var skrifað undir samkomulag við Samtök atvinnulífsins
um að fresta verkfalli sem boðað var á þá félagsmenn VM sem starfa á
almennum samningi félagsins við SA.
Verkfalli er frestað til 22. júní næstkomandi. Viðræður um sérkröfur og nánari útfærslu
á samningi munu halda áfram. Stefnt er að því að viðræðum ljúki 12. júní og að gengið
verði frá samningi 15. júní ef aðilar ná saman.