22.6.2015

Skrifað undir kjarasamning – verkfalli aflýst

Á sjöunda tímanum í dag var skrifað undir almennan kjarasamning VM við Samtök atvinnulífsins. Verkfalli sem hefjast átti á miðnætti 22. júní 2015 hefur því verið aflýst.

Á fundi samninganefndar sem haldin var á fimmta tímanum í dag, samþykkti nefndin eftirfarandi yfirlýsingu.
Samningarnefnd VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna um almennan samning félagsins við Samtök atvinnulífsins, hefur komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að ekki verð lengra komist í þeim kjaraviðræðum sem nú eru í gangi. Því er það niðurstaða samningarnefndarinnar að skrifa undir kjarasamninginn og senda hann í kosningu hjá félagsmönnum.

Kjarasamninginn má sjá hér