29.6.2015

ÍSAL og SA slitu viðræðum

Rétt í þessu lauk 9. samningafundi vegna Rio Tinto Alcan, ISAL, hjá Ríkissáttasemjara.
Ljóst er að félagsmenn allra verkalýðsfélaganna hafa samþykkt að hefja vinnustöðvunarferli
þann 1. ágúst næstkomandi en þá hefst yfirvinnubann starfsmanna.
Átökin munu aukast þann 1. september næstkomandi þegar ótímabundið verkfall hefst.

Á fundinum slitu viðsemjendur okkar, ISAL og SA, viðræðum við samninganefnd starfsmanna.
Ekki stendur starfsmönnum ISAL til boða að fá sambærilegar launahækkanir og almennur
vinnumarkaður hefur samið um að undanförnu. Ljóst er að Samtök atvinnulífsins sem og
fyrirtækið mun þar af leiðandi ýta málinu í enn meiri hörku.