Fréttir 05 2015

föstudagur, 29. maí 2015

Fréttatilkynning frá iðnaðarmannafélögunum föstudaginn 29. maí 2015

Félög iðnaðarmanna, MATVÍS, Grafía/FBM, VM, Samiðn, Félag hársnyrtisveina og RSÍ sem eru með samstarf við endurnýjun kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins,  vilja koma  á framfæri að þau telji að kjarasamningar sem voru undirritaðir í dag komi ekki  nægjanlega  til móts við framlagðar kröfur og hefur því sáttasemjari boðað til fundar n.

fimmtudagur, 28. maí 2015

Mikilvægt að forystan fái skýr skilaboð

„Það er ekkert annað í stöðunni en að halda áfram baráttunni, en staðan er vissulega erfið. Kjaraviðræðurnar eru a mínu viti lokatækifæri okkar til að byggja upp þjóðfélag með ákveðinni kynslóð í þessu landi.

fimmtudagur, 28. maí 2015

Vinnuveitendur virðast vera frá annarri plánetu

„Mér líst ekki vel á stöðuna í kjaraviðræðum, eins og staðan er í dag. Það er stál í stál og við í VM vitum mæta vel hvað það þýðir. Tilboð Samtaka atvinnulífsins um breytt fyrirkomulag á vinnutíma þýðir að iðnaðarmönnum er ætlað að borga sjálfir sínar launahækkanir, sem þýðir með öðrum orðum að þeir lækka í launum.

fimmtudagur, 28. maí 2015

Vaktavinnufólk á ekki að borga brúsann

Staðan í kjaraviðræðunum er erfið, það gengur hvorki né rekur, sem er auðvitað miður. Síðasta tilboð frá Samtökum atvinnulífsins þýðir einfaldlega feita launalækkun fyrir vaktavinnufólk, þannig að það er eðlilega þungt í okkur hljóðið eftir að tilboðið leit dagsins ljós.

miðvikudagur, 13. maí 2015

Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun

Eftirtalin félög og sambönd iðnaðarmanna hafa ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun: VM- Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Samiðn, MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands, Grafía –(FBM) stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum og Félag hársnyrtisveinaVerði vinnustöðvunin samþykkt yrði hún með eftirfarandi hætti: Tímabundið verkfall dagana 10. t.

laugardagur, 9. maí 2015

Staðan í kjaramálum iðnaðarmanna er grafalvarleg

Viðræðunefnd iðnaðarmannafélaganna hefur ákveðið að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Nefndin starfar í umboði Rafiðnaðarsambands Íslands, Matís, Samiðnar, Grafíu- stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum, Félags hársnyrtisveita og Félags vélstjóra og málmtæknimanna.

miðvikudagur, 6. maí 2015

Fréttatilkynning frá viðræðunefnd iðnaðarmannafélaganna

Viðræðunefnd iðnaðamannafélaganna hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu. Viðræðunefndin starfar í umboði Rafiðnaðarsambands Íslands, Matvís, Samiðnar, Grafíu - stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum, Félags hársnyrtisveina ogFélags vélstjóra og málmtæknimanna.